Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
26.08.2022
Nú er opið fyrir umsóknir um námsstyrk. Umsóknir fyrir haustönn skulu berast fyrir lok september.
09.08.2022
Mánudaginn 15. ágúst leggur hjólahópurinn Mobydick Ice Project upp í ferð sína þvert yfir Ísland á fjallahjólum. Af því tilefni efnir MS-félag Íslands, í samstarfi við Mobility.is og Hjólafærni, til hjólagleði á Sléttuvegi 5 milli klukkan 10 og 12.
27.06.2022
Alþjóðadagur MS fór vel fram í fögru umhverfi Bakkakotsvallar í Mosfellsdal í sól og smá vindi en haldið var upp á daginn með golfmóti og glæsilegri fjölskylduhátíð.
03.06.2022
Aðalfundur félagsins var haldinn þann 10. maí síðastliðinn í húsnæði félagsins að Sléttuvegi 5.
10.05.2022
Benedikt Hjartarson, sjósundskappi og Ermarsundsfari ætlar að endurtaka leikinn frá í fyrra og býður MS-fólki og aðstandendum upp á leiðsögn í sjósundi.
26.04.2022
Aðalfundur MS-félags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 10. maí kl. 17:00 að Sléttuvegi 5, Reykjavík. Húsið opnar kl. 16:30.
05.04.2022
MS blaðið er komið út og er aðgengilegt hér á rafrænu formi. Það hefur einnig verið sent út til félagsmanna og styrktaraðila og ætti að berast á næstu dögum.
05.04.2022
Hið sívinsæla páskabingó fyrir MS-fólk og fjölskyldur þeirra verður haldið í MS-húsinu að Sléttuvegi 5, laugardaginn 9. apríl klukkan 13-15. Fullbókað er í salinn.
25.02.2022
MS-félagið býður félagsmönnum að sækja nýtt námskeið með fræðslu um kynlíf, líkamsímynd og sjálfsmyndina þann 29. mars. Opið er fyrir skráningu á námskeiðið.
10.01.2022
MS-félagið býður stuðningsviðtöl hjá Berglindi Jónu Jensdóttur sálfræðingi á föstudögum frá 14. janúar. Opið er fyrir tímabókanir.