Sérfræðingar skrifa

Er MS í börnum sami sjúkdómur og MS í fullorðnum?

Höfundur: Ólafur Thorarensen barnalæknir, sérfræðingur í heila- og taugasjúkdómum barna. MS-blaðið 1. tbl. 2019 

Inngangur: MS-sjúkdómurinn er kvilli sem herjar yfirleitt á unga fullorðna einstaklinga (20–40 ára). Á undanförnum 20 árum hefur greiningum fjölgað hjá börnum og unglingum. MS-sjúkdómur hjá einstaklingumyngri en 18 ára er flokkaður sem barna-MS. 3 – 5% einstaklinga greinast með MS-sjúkdóm fyrir 18 ára aldur. Vegna þess hve MS-sjúkdómur er sjaldgæfur í börnum þá grunar lækna líklega fyrst aðra sjúkdóma sem geta gefið svipuð einkenni eins og heilaæxli, heilablóðfall eða efnaskiptasjúkdóma.

 

Algengi MS-sjúkdómsins á Íslandi

Höfundur: Ólöf Elíasdóttir, taugalæknir við Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg. MS-blaðið 1. tbl. 2019

Inngangur: Til þess að bera saman tíðni sjúkdóma milli landa í faraldsfræðilegum rannsóknum er algengi oft notað. Algengi er skilgreint sem fjöldi með ákveðinn sjúkdóm á fyrirfram ákveðnum degi (algengisdegi). Algengi sjúkdóma er gefið upp sem fjöldi á hverja 100 þúsund einstaklinga í ákveðnu þýði (öllu Íslandi til dæmis).

 

MS-sjúkdómurinn annó 2018

Höfundur: Haukur Hjaltason, taugalæknir á taugalækningadeild LSH. MS-blaðið 2. tbl. 2018

Inngangur: Frá því að ég byrjaði að læra taugalækningar í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar hefur margt breyst hvað MS-sjúkdóminn varðar. Þá var greining ótryggari, sérstaklega snemmgreining (þ.e. eftir fyrsta kast) og ekki til nein fyrirbyggjandi meðferð. Vegna þessa þótti ekki sjálfsagt að ræða mögulega MS-greiningu við sjúklinga við fyrstu einkenni. Í dag er staðan gjörbreytt.......

 

Meistaraverkefni: Rannsókn á svefngæðum fólks með MS á Íslandi

Rannsakandi: Aðalbjörg Albertsdóttir, hjúkrunarfræðingur. MS-blaðið 2. tbl. 2018

Leiðbeinendur: Dr. Árún K. Sigurðardóttir, prófessor við heilbrigðissvið Háskólans á Akureyri, ábyrgðarmaður rannsóknarinnar, og Björg Þorleifsdóttir, lektor við læknadeild Háskóla Íslands

"Við sofum u.þ.b. einn þriðja hluta ævinnar og svefn er mikilvægur fyrir heilsu og vellíðan. Það skiptir ekki bara máli að ná nægum svefni, heldur líka að svefninn sé samfelldur. Ef svefn yfir nóttina er oft rofinn vegna ýmissa truflana, þá er talað um að svefngæði séu minnkuð vegna svefntruflana. Þessar svefntruflanir geta verið af ýmsum orsökum t.d. hrotum maka, birtu eða öðrum utanaðkomandi truflunum. En svefntruflanir geta líka legið hjá einstaklingnum sjálfum, og tengjast til dæmis verkjum, næturþvaglátum, kæfisvefni, fótaóeirð eða langvarandi svefnleysi (e. insomnia)...."

Nýjungar í MS. Segulómun og lyf við greiningu og meðferð

Viðtal við Hauk Hjaltason, taugalækni, í Læknablaðinu 3. tbl. 104. árg. 2018

Höfundur: Hávar Sigurjónsson, blaðamaður

Inngangur: „Nýjungarnar felast í því að við greinum MS (Multiple Sclerosis) bæði fyrr en áður og af meira öryggi. Það er aðallega segulómun sem hjálpar okkur við það. Áður fyrr þurfti tvö köst til að greina MS og þau þurftu að vera með mismunandi einkennum og viss tími að líða á milli þeirra. Undanfarin ár hefur eitt kast með dæmigerðum MS-einkennum dugað til greiningar að því tilskildu að segulómunin styðji hana,“ segir Haukur Hjaltason taugalæknir en hann flutti erindi á málþingi um nýjungar í greiningu og meðferð MS-sjúkdómsins.

 

Kvíði og þunglyndi, greining og meðferð

Höfundur: Pétur Hauksson, geðlæknir. MeginStoð 1. tbl. 2017.

Lýsing: Kvíðinn laumar sér inn. Hann laumar sér inn svo lævíslega að maður gerir sér jafnvel ekki grein fyrir að um kvíða sé að ræða. Greiningin er oft ekki ljós fyrr en eftirnokkrar komur á bráðamóttöku. Kannski vegna þess að kvíði getur líka verið eðlilegur. Þá hristir maður hann af sér eða bíður af sér hið kvíðvænlega. Það er hins vegar ekki hægt ef kvíðinn er sjúklegur og ekki lengur rökréttur. Maður hristir ekki af sér kvíðaröskun.

 

Minni og hugræn endurhæfing

Höfundur: Claudia Ósk H. Georgsdóttir, taugasálfræðingur. MeginStoð 1. tbl. 2017

Lýsing: Minni verður fyrir margvíslegum áhrifum daglega, hjá okkur öllum. Að gleyma er þannig eðlilegt, að minnsta kosti upp að vissu marki. Ef við myndum eftir öllu sem við upplifðum, heyrðum og sæjum, myndum við fljótlega þjást af andlegri ofhleðslu. Það er þó óþægilegt að gleyma nöfnum kunningja eða geta ekki fundið rétt orð. Minniserfiðleikar geta haft mikil áhrif á daglega líðan, valdið árekstrum og truflað samskipti.

 

Allt annað nú en fyrir tíu árum

Viðtal Páls Kristins Pálssonar við Jónínu Hallsdóttur, hjúkrunarfræðings á göngudeild Taugalækninga LSH, sem hefur sérhæft sig í MS-sjúkdómnum. MeginStoð 1. tbl. 2017.

Starf Jónínu snýst meðal annars um að fræða fólk um sjúkdóminn og fyrirbyggjandi lyf sem gefin eru. Jónína þekkir því vel algengustu viðbrögð fólks sem greinast með MS.

 

Fampyra 40:60

Viðtal Páls Kristins Pálssonar við Björn Loga Þórarinsson, taugalækni. MeginStoð 2. tbl. 2014

Inngangur: Lyfið Fampyra kom á markað fyrir nokkrum misserum. Það vinnur ekki gegn sjálfum MS-sjúkdómnum en miðast við að bæta skerta hreyfigetu fólks, ekki síst göngugetuna. 

 

Leitin að orsökum MS

Viðtal: Páll Kristinn Pálsson við Margréti Guðnadóttur, veirufræðing. MeginStoð 1. tbl. 2014

Margrét fæddist árið 1929. Hún hefur um áratuga skeið verið einn helsti sérfræðingur í veirufræðum hér á landi. Áður en hún gerði þau að sérgrein sinni nam hún almenna læknisfræði, en meðal kennara hennar var Kjartan R. Guðmundsson, frumkvöðull í taugalækningum og einn aðalhvatamaður að stofnun MS-félags Íslands árið 1968. Ráðgátan um orsakir MS-sjúkdómsins hefur síðan heillað Margréti alla tíð.

 

MS – hvar stöndum við í dag?

Höfundur: Sóley G. Þráinsdóttir, taugalæknir. MeginStoð 1. tbl. 2013

Inngangur: MS (multiple sclerosis) er einn algengasti taugasjúkdómur sem leggst einkum á ungt fólk á aldrinum 20-40 ára. Áætlað er að í öllum heiminum séu um 2,5 miljón manna með MS. Á Íslandi gætu um 400 manns verið með MS. Orsök MS er ekki þekkt en sjúkdómurinn er talinn vera sjálfsónæmissjúkdómur. Í slíkum sjúkdómum ráðast bólgufrumur og aðrir þættir ónæmiskerfsins gegn eigin vef. Í MS ræðst ónæmiskerfið gegn taugafrumum í miðtaugakerfi (heila og mænu).

 

Multiple Sclerosis - yfirlit um einkenni, greiningu og meðferð

Höfundar: Læknarnir Ólöf Jóna Elíasdóttir, Elías Ólafsson og Ólafur Kjartansson. Læknablaðið 09. tbl. 95. árg. 2009

Ágrip: Multiple sclerosis (MS) er bólgusjúkdómur í miðtaugakerfinu og algeng orsök fötlunar hjá ungu fólki. MS er talinn vera sjálfsofnæmissjúkdómur sem tengist samspili erfða og umhverfis. Sjúkdómurinn kemur í köstum og geta einkenni og gangur hans verið margbreytilegur. Greining byggir á sjúkdómseinkennum og styðst við niðurstöður rannsókna. Mikilvægi skjótrar greiningar hefur aukist með tilkomu áhrifaríkrar meðferðar. Tilgangur þessarar greinar er að rekja algengustu einkenni, greiningu og meðferð við MS sjúkdómi.

 

MS-sjúkdómur – einkenni, greining og horfur

Höfundur: Finnborgi Jakobsson, taugalæknir. MeginStoð 1. tbl. 2008

Mjög ítarleg grein um einkenni, greiningu og horfur.