Góð ráð við einkennum

 

Hægðartregða

* Mikilvægt að hafa reglulegar hægðir því annars eykst hættan á þvagfærasýkingu auk þess sem öll almenn líkamleg og andleg óþægindi aukast

* Gott að drekka nóg af vatni (8-10 glös á dag), borða sveskjur og trefjaríka fæðu (hveitiklíð, gróft korn, ávexti og grænmeti)

* Hreyfa sig eins og hægt er 

* Gefa sér góðan tíma á salerninu í ró og næði

* Hægðalosandi lyf án lyfseðils, t.d. Husk og sorbitol

* Fyrir heilbrigða þarmaflóru, t.d. LGG og Acidophilos-gerlar

* Leita skal til læknis ef vandamálið verður viðvarandi

 

Sjóntaugabólga, tvísýni og augntin

* Hafa strax samband við lækni – heilsugæslu, augnlækni, taugalækni

* Sterameðferð

* Demprað ljós

* Sólgleraugu

* Alls ekki aka bifreið á meðan þetta ástand varir