Góð ráð við einkennum

 

JAFNVÆGISLEYSI og SVIMI

* Sjúkraþjálfun – styrktar- og jafnvægisæfingar

* Sjúkraþjálfarar geta gefið góð ráð um líkamsstöðu

* Stuðningshjálpartæki

* Gönguhjálpartæki

* Hjálpartæki á heimili og vinnustað

 

MÁTTARMINNKUN og MÁTTLEYSI

* Sjúkraþjálfun 

* Forgangsraða verkefnum til að spara orku

* Líkamsrækt – Mælt er með því að byggja sig upp jafnt og þétt með reglubundnum líkamsæfingum í stað þess að taka hressilega á því stöku sinnum. 

* Gönguhjálpartæki

* Hjálpartæki á heimili og vinnustað

 

MS-ÞREYTA

* Sjúkraþjálfun

* Forgangsraða verkefnum og gefa sér hvíldartíma til að spara orku í allt þetta skemmtilega og nauðsynlega í lífinu.

* Lifa heilbrigðu og reglusömu lífi, huga vel að næringu og halda blóðsykri jöfnum 

* Ýmis hjálpartæki geta komið að gagni við að spara orku

* B-12-vítamín

* Lyf; t.d. Modiodal (Provigil) eða þunglyndislyf

 

HÆGÐATREGÐA

* Mikilvægt að hafa reglulegar hægðir því annars eykst hættan á þvagfærasýkingu auk þess sem öll almenn líkamleg og andleg óþægindi aukast

* Gott að drekka nóg af vatni (8-10 glös á dag), borða sveskjur og trefjaríka fæðu (hveitiklíð, gróft korn, ávexti og grænmeti)

* Hreyfa sig eins og hægt er 

* Gefa sér góðan tíma á salerninu í ró og næði

* Hægðalosandi lyf án lyfseðils, t.d. Husk og sorbitol

* Fyrir heilbrigða þarmaflóru, t.d. LGG og Acidophilos-gerlar

* Leita skal til læknis ef vandamálið verður viðvarandi

 

OFVIRK ÞVAGBLAÐRA 

* Ekki sleppa því að drekka - eykur m.a. hættu á þvagfærasýkingu

* Tæma alltaf þvagblöðruna. Til að tæma betur er gott ráð að prófa að halla sér fram og eða til hliðar á meðan setið er á salerninu. Karlmenn gætu þurft að setjast á salernið í stað þess að standa.

* Ákveðnar tegundir matar og drykkja erta þvagblöðruna; drykkir sem innihalda koffín, áfengi, drykkir sem innihalda mikið af litarefnum, drykkir úr sítrusávöxtum og mikið kryddaður matur

* Halda „dagbók“ eða skrá yfir hvað maður drekkur og borðar til að sjá hvort þetta eða hitt hafi áhrif á blöðruna

* Gera grindarbotnsæfingar reglulega

* Þvagbindi og –buxur til í öllum stærðum og gerðum fyrir bæði konur og karla, sjá hér (Hjálpartæki)

* Lyf: T.d. Tolterodin

* Bótox í þvagblöðru

* Þvagfærasérfræðingar

 

ÞVAGFÆRASÝKING

* Drekka vel, helst um tvo lítra af vökva á dag (vatnið er best og jafnvel trönuberjasafi) og að taka trönuberjatöflur daglega 

* Gæta þess að tæma þvagblöðruna vel og reglulega 

* Viðhalda góðu hreinlæti, hafa þvaglát eftir kynlíf, forðast krem og sprey á kynfærasvæðið, fara í sturtu frekar en í bað, forðast freyði- og olíubað og vera í nærbuxum (helst úr bómull) sem þrengja ekki að þvag- og kynfærum.

* Í apóteki er hægt að kaupa sérstaka strimla til að setja í þvag og kanna hvort um sýkingu er að ræða eða ekki. Ef grunur er um sýkingu skal hafa samband við heimilislækni/hjúkrunarfræðing á heilsugæslu 

* Ræktun tekur þrjá virka daga. Því getur læknir ákveðið að setja einstakling samdægurs á sýklameðferð séu einkenni mjög skýr eða einstaklingur fengið þvagfærasýkingar áður. Við endurteknar sýkingar og þegar einstaklingur hefur lært að meta einkenni sín er stundum gefinn út fjölnota lyfseðill eða einstaklingur látinn taka smáskammta sýklalyf daglega sem fyrirbyggjandi meðferð.

 

SJÓNTAUGABÓLGA, TVÍSÝNI og AUGNTIN

* Hafa strax samband við lækni – heilsugæslu, augnlækni, taugalækni

* Sterameðferð

* Demprað ljós

* Sólgleraugu

* Alls ekki aka bifreið á meðan þetta ástand varir

 

STJÓRNLEYSI HREYFINGA og SKJÁLFTI

* Endurhæfing og aðlögun að breyttum aðstæðum

* Iðjuþjálfi getur gefið góð ráð

* Lyf hafa takmörkuð áhrif

* Bótox

 

ÞUNGLYNDI OG KVÍÐI 

 * Hugræn atferlismeðferð – HAM - Reykjalundur er mjög framarlega þegar kemur að hugrænni atferlismeðferð sem talið er að gagnist vel við þunglyndi og kvíða. Á vefsíðu þeirra hér má nálgast ókeypis handbók og vinnubók í HAM en einnig er hægt að sækja hjá þeim námskeið eða fá upplýsingar um námskeið. Upplýsingar í síma Reykjalundar 585 2000.

 

Sjá nánar hér. (tilvísun á Einkennatengdar meðferðir - HAM)

 

* Þunglyndislyf geta virkað vel á þunglyndi hver svo sem orsökin er. 

* Sálfræðimeðferð getur verið gagnleg þegar meðhöndla þarf hugsanir og tilfinningar sem orsaka þunglyndi.

* Sálfræðimeðferð samhliða lyfjameðferð hefur sýnt bestan árangur í meðferð þunglyndis. 

* Þunglyndi þarf alltaf að taka alvarlega. Fjölskyldan þarf að vera á varðbergi og leita ráða eða aðstoðar.

 

VERKIR 

* Verkir hjá einstaklingum með MS geta orsakast af MS-sjúkdómnum, taugaverkir, en líka tengst stoðkerfinu, stoðkerfisverkir.

* Lyfjagjöf fer eftir hvar verkir eru og hver orsök þeirra er. 

* Sjúkraþjálfun er mjög mikilvæg. 

* Hreyfa sig og gera vöðvateygjur daglega

* Gefa sér tíma í reglulega (djúp)slökun 

* Þarf að skoða mataræðið?

* Halda „sársaukadagbók“ til að læra á sjálfan sig. Með því er hægt að forðast aðstæður sem geta framkallað verki. 

* Þjálfa athyglina frá sársaukanum á meðan verkirnir standa yfir, þ.e. að færa sársaukann frá því að vera í forgrunni til að vera meira í bakgrunni, með því t.d. að „temja hugann“ eða hafa eitthvað áhugavert og skemmtilegt fyrir stafni. 

* Iðjuþjálfi eða sjúkraþjálfari geta aðstoðað við að yfirfara aðstæður á heimili eða á vinnustað með tilliti til líkamsstöðu við vinnu og hvíld og eftir atvikum ráðlagt um notkun hjálpartækja.

* Verkir geta aukist við hita, kulda, eftir lélegan svefn, þreytu, hreyfierfiðleika, lágt sjálfsmat, einmanaleika eða þunglyndi. Þá getur hjálpað að leita lausna við þessum einkennum samhliða meðhöndlun verkja.

* Lyfjagjöf fer eftir hvar verkir eru og orsök þeirra

* Lyf; t.d. Gabapentin og Lyrica við taugaverkjum.Tramol-L (töflur eða plástur) er sterkt morfínskylt verkjalyf sem virkar á vöðvaverki.

 

VÖÐVASPENNA OG SPASMI 

* Hvers kyns hreyfing, sjúkraþjálfun og teygjur eru grundvallaratriði í meðferð ásamt réttri líkamstöðu í hvíld. 

* Mikilvægt að átta sig á hvað getur valdið vöðvaspennu og spasma:

* Forðast þreytu og passa upp á að fá endurnærandi svefn

* Athuga hvort líkamlegt eða andlegt álag sé of mikið 

* Athuga hvort um sýkingu sé að ræða

* Er sjúkraþjálfun ábótavant ?

* Gera / bæta við teygjuæfingar eða eigin æfingar

* Gönguhjálpartæki geta komið mörgum að gagni

* Magnesium og bananar

* Krampahamlandi lyf, t.d. Bacloferon, Rivotril og Sifrol 

 

SVEFNTRUFLANIR