Í dag, 25. september, eru átta ár síðan heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt - 17 markmið sem eru leiðarvísir að betri heim fyrir öll árið 2030.

Til að sýna stuðning okkar við mikilvægi heimsmarkmiðanna tökum við þátt í að flagga fána heimsmarkmiðanna með Félagi sameinuðu þjóðanna á Íslandi og UN Global Compact á Íslandi.

 

Í stefnumótunarvinnu okkar sem fram fór síðastliðin vetur tengdum við einmitt heimsmarkmið SÞ nr. 3  heilsa og vellíðan, nr. 5 jafnrétti kynjanna, nr. 10 aukinn jöfnuður og nr. 11. sjálfbærar borgir og samfélög við meginmarkmið og áherslur stefnu félagsins til næstu fjögurra ára.

 

Áhugasöm um tengsl heimsmarkmiðanna við stefnu félagsins geta kynnt sér þau nánar hér