Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
30.09.2019
Nú er komið að því að taka upp þráðinn síðan í vor. Hornsófinn fer aftur af stað þann 3. október og verður á dagskrá í vetur í MS-húsinu fyrsta og þriðja fimmtudag í mánuði milli klukkan 16 og 18.
23.09.2019
Þriðjudaginn 24. september kl. 17.30 verður opið hús og samtal um viðburði vetrarins og óskir félagsmanna í MS-húsinu að Sléttuvegi 5.
22.09.2019
Á ECTRIMS 2019 voru kynntar niðurstöður nýrra rannsókna sem sýna fram á frekari gagnsemi Mayzent (siponimod), umfram það sem áður hefur verið sýnt fram á.
16.09.2019
Fyrir tæpu ári síðan tóku 234 einstaklingar með MS þátt í rannsókn Aðalbjargar Albertsdóttur hjúkrunarfræðings, vegna lokaverkefnis hennar til meistaragráðu í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri, að kanna algengi svefntruflana hjá fólki með MS.
09.09.2019
Google hefur nú útilokað með öllu auglýsingar á leitarvél sinni frá fyrirtækjum sem selja stofnfrumu-, frumu- og erfðatæknimeðferðir sem enn eru á tilraunastigi.
05.09.2019
Opið er fyrir umsóknir í styrktarsjóð MS-félagsins, sem styrkir ungt fólk með MS-greiningu til náms. Umsóknir fyrir haustönn 2019 skulu berast fyrir lok september.
01.09.2019
Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur sett upp dagatal með fjölbreyttum æfingum fyrir hvern dag mánaðarins:
29.08.2019
Máttleysi er algengt MS-einkenni. Máttleysið getur verið íþyngjandi en einnig það vægt að einstaklingurinn finnur einungis fyrir vægri klaufsku í útlimum við áreynslu.
27.08.2019
Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fór á laugardaginn í blíðskaparveðri söfnuðust 1.540.000 krónur. MS-félagið þakkar öllum sem að komu kærlega fyrir stuðninginn. Hann er ómetanlegur.
22.08.2019
Í Morgunblaðinu í morgun er að finna grein eftir Bergþóru Bergsdóttur, fræðslufulltrúa MS-félagsins, sem ber yfirskrifina Var prinsessan á bauninni með MS? – Hin ósýnilegu einkenni MS.