Kenney Jones og félagar hans í bresku hljómsveitinni The Jones Gang hafa allir lifað og hrærst í breskri tónlistarsenu frá unga aldri. Eða allt frá því á sjöunda áratug síðustu aldar. Hér er því tækifæri til að hlusta á rætur breska rokksins. Lög flutt af tónlistarmönnum sem hafa starfað í fjölmörgum hljómsveitum í gegnum árin eins og Small Faces, Faces, The Who, Humble Pie, Bad Company og fleiri þekktum hljómsveitum.
 
Hljómsveitin var á sínum tíma stofnuð til styrktar vini þeirra, bassaleikaranum Ronnie Lane, en hann lést úr MS-sjúkdómnum.
 
Allur ágóði tónleikanna í Háskólabíói 27. október rennur til rannsókna á MS sjúkdómnum, í samstarfi við MS-félagið á Íslandi.
 
Íslenska hljómsveitin 13-Tungl með Hrólf Jónsson í fararbroddi sér um upphitun.
 
Miðaverð í forsölu 8.900 kr. Miðaverð við inngang 9.900 kr.
 
 
Áhugasamir geta kynnt sér meðlimi og sögu hljómsveitarinnar betur hér