Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur sett upp dagatal með fjölbreyttum æfingum fyrir hvern dag mánaðarins.

Ágúst kemur óvenju seint inn í þetta skipti vegna tölvu og netleysis sem er frábært að upplifa öðru hvoru í óbyggðum Íslands.

Leggjum okkur fram við að hreyfa okkur úti og halda okkur við efnið eins við getum í þessari annari bylgju sem gengur yfir okkur þessa stundina.

Höldum okkur á hreyfingu og verum örugg á meðan.

Ef þið hafið einhverjar óskir eða fyrirspurnir um æfingarpakka sendið þær þá á: sigurdur@styrkurehf.is

 Sigurður Sölvi

 

Blöðin með æfingunum eru þrjú  - tvö með fyrirfram ákveðnum æfingum, en á það þriðja getur þú sett upp þitt eigið æfingaplan.

Hér getur þú nálgast æfingaprógrammið fyrir ágúst: 

 

Plan með myndum                             Plan með texta                           Autt plan

 

Við minnum einnig á heimaæfingarnar frá í apríl en þær má nálgast hér Að auki hefur Sigurður Sölvi gert stutt myndbönd þar sem hann tekur fyrir nokkrar æfingar. Þau er hægt að skoða hér  

 

Ert þú til í áskorunina?

Þú prentar æfingaplanið út, hengir það upp eða setur á áberandi stað. Á hverjum degi gerir þú æfingu dagsins – þessa fyrirfram ákveðnu eða þá sem þú ert búin að skrifa á þitt eigið æfingaplan.

Í hvítu reitina getur þú skráð þín eigin persónulegu markmið. 

Í lok mánaðarins getur þú litið stolt/ur yfir mánuðinn og hlakkað til að byrja á æfingum þess næsta. Þeim verður deilt mánaðarlega á fésbókinni. 

Sigurður Sölvi er annar tveggja sem sér um hina geysivinsælu hópþjálfun fyrir fólk með MS hjá Styrk, Höfðabakka 9.