Námskeið fyrir líkama og sál

Hvað er í boði?

Einstaklingum með MS bjóðast margvísleg námskeið sem miða að því að efla styrk og færni, og auka andlega vellíðan. 

 

Styrktarþjálfun á höfuðborgarsvæðinu

Hjá Styrk, sjúkraþjálfun, Höfðabakka 9, miða æfingar að því að efla styrk, færni, jafnvægi og úthald. Þjálfunin fer fram í tveimur hópum sem miða við getu og færni einstaklinganna. Þjálfunin er þó einstaklingsmiðuð.

Mjög góð aðstaða er hjá Styrk, bæði til hópþjálfunar og æfinga í tækjasal. Öllum er frjálst að koma og taka prufutíma eða fylgjast með. Æfingarnar þykja mikil áskorun, einstaklega fjölbreyttar og skemmtilegar. Enginn tími er eins. Sjá nánar hér og myndir hér

 

Styrktarþjálfun á Akureyri

Hjá Eflingu, sjúkraþjálfun, miða æfingar við sértæka líkamlega þjálfun í hópi með áherslu á efla styrk, jafnvægi, færni og úthald. Þjálfunin er þó einstaklingsmiðuð. 

Mjög góð aðstaða er hjá Eflingu, bæði til hópþjálfunar og æfinga í tækjasal. Öllum er frjálst að koma og taka prufutíma eða fylgjast með. Æfingarnar þykja mikil áskorun, einstaklega fjölbreyttar og skemmtilegar. Enginn tími er eins. Sjá nánar hér.

 

Yoga-námskeið

Um er ræða svokallað Raja Yoga (konunglegt yoga) en það samanstendur af öllu yoga; Hatha, Karma, Bhakti, Ashtanga og Pranayama yoga.

Notaðar eru teygjur, styrktaræfingar, öndun, dans og hugleiðsla til að komast nær kjarnanum og fá meiri orku og þrótt. Einnig er fræðsla um yoga, heimspeki, mataræði I og II, siðfræði, trú, meðvirkni (að sleppa tökunum), orkustöðvar ofl. Sjá nánar hér.

 

Þjálfun á hestbaki - reiðnámskeið

Fyrir utan góðan félagsskap við hesta og menn, þá hjálpa hreyfingar hestsins til við að efla jafnvægi og styrkja bak- og lærvöðva sem fljótir eru að rýrna hjá okkur MS-fólki eftir því sem hægir á okkur.

Þátttakendur sem verið hafa á námskeiðunum hafa verið mjög ánægðir og finnst sem þeir hafi styrkst, bæði á líkama og sál. Sjá nánar hér.