Aðalfundur MS-félags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 22. maí 2025 kl. 17 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. Fundurinn verður sá síðasti undir stjórn Hjördísar Ýrar Skúladóttur sem verið hefur formaður félagsins sl. 4 ár.
Árleg ráðstefna EMSP í Prag 16-17. maí er tileinkuð forvörnum í MS og skyldum sjúkdómum. Hér er stutt samantekt á efni gærdagsins, en hægt er að nálgast upptöku á öllum fyrirlestrum á YouTube og er hlekkur á upptökuna í fréttinni.