Helena Unnarsdóttir félagsráðgjafi hefur hafið störf fyrir MS-félagið. Helena mun sinna ráðgjöfinni á fimmtudögum og er hægt að bóka tíma í gegnum bókunarkerfi Noona. Viðtölin geta farið fram í húsnæði félagsins að Sléttuvegi 5 eða yfir fjarfundarbúnaðinn Kara Connect og eru því aðgengileg fyrir félaga okkar um allt land.