Laugardaginn 11. nóvember verður æfing á klukkustundarfresti allan daginn til styrktar MS félagi Íslands hjá Kvennastyrk, líkamsrækt Strandgötu 33 í Hafnarfirði.
Annað tölublað MS-blaðsins í ár er komið út. Eins og fyrra tölublað ársins er það helgað unga fólkinu. Blaðið hefur verið sent til félaga og styrktaraðila og ætti að berast í pósti á næstu dögum en er einnig aðgengilegt hér á rafrænu formi.
MS-félagið fagnaði 55 ára afmæli félagsins með ráðstefnu og afmæliskaffi í Gullhömrum í Grafarholti miðvikudaginn 20. september. Boðið var upp á fróðleg erindi, pallborðsumræður og söngatriði.