Mánudaginn 15. ágúst leggur hjólahópurinn Mobydick Ice Project upp í ferð sína þvert yfir Ísland á fjallahjólum. Af því tilefni efnir MS-félag Íslands, í samstarfi við Mobility.is og Hjólafærni, til hjólagleði á Sléttuvegi 5 milli klukkan 10 og 12.
Alþjóðadagur MS fór vel fram í fögru umhverfi Bakkakotsvallar í Mosfellsdal í sól og smá vindi en haldið var upp á daginn með golfmóti og glæsilegri fjölskylduhátíð.
Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, kennari, býður MS-fólki og aðstandendum upp á leiðsögn í sjósundi á Hjalteyri. Ragnheiður Lilja hefur mikla reynslu af að stunda sjósund sem heilsubót.
Sjósund getur m.a. minnkað bólgur og þar með hugsanlega bætt lífsg...
Við kynnum til leiks liðin níu sem spila á styrktargolfmóti MS-félagsins fimmtudaginn 26. maí n.k. í tilefni af alþjóðadegi MS. Komið og fylgist með golfurunum og takið þátt í sumarhátíð félagsins!
Fimmtudaginn 26. maí n.k. heldur MS-félag Íslands alþjóðadag MS hátíðlegan með glæsilegu golfmóti á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal og sinni árlegu sumarhátíð með skemmtun og fræðslu fyrir alla fjölskylduna og er helsta markmiðið að vekja athygli á málefnum fólks með MS og miðla fræðslu. Þá miðlum við sögum fólks og fræðslu á samfélagsmiðlum félagsins.
Benedikt Hjartarson, sjósundskappi og Ermarsundsfari ætlar að endurtaka leikinn frá í fyrra og býður MS-fólki og aðstandendum upp á leiðsögn í sjósundi.