Unga fólkið

Með jákvæðnina að leiðarljósi

Viðtal: Páll Kristinn Pálsson. MeginStoð 2. tbl. 2017

Inngangur: Sigurður Kristinsson er 23 ára gamall og hefur alltaf átt heima á Suðurnesjum, uppalinn í Garðinum en í seinni tíð búið í Njarðvíkum. Hann hefur ávallt verið mjög áhugasamur um íþróttir, einkum knattspyrnu sem hann stundaði frá unga aldri. Sextán ára gamall fór hann að finna fyrir undarlegum einkennum í fótunum…

 

Hin mörgu andlit MS

Höfundur: Ástríður Anna Kristjánsdóttir, MeginStoð 1. tbl. 2017

Inngangur: Ég er fædd þann 18. janúar 1989 og því 28 ára gömul. Í ágúst 2016 byrjaði ég að starfa fyrir MS-félagið og gera verkefni á vegum NMSR (Nordisk MS Råd) og er starfið sjálfboðastarf. Helsti tilgangur starfsins felst í því að gera stutt myndbrot um MS-sjúkdóminn og áhrif hans á ungt fólk.

 

Með allt á hreinu 

Viðtal: Páll Kristinn Pálsson, MeginStoð 2. tbl. 2013 

Inngangur: Harpa Sóley Kristjánsdóttir er 24 ára gömul og ættuð frá Húsavík. Þegar fyrstu MS-einkennin gerðu vart við sig var hún 15 ára.

 

Ég get þetta! Þetta verður allt í lagi! 

Viðtal: Páll Kristinn Pálsson, MeginStoð 2. tbl. 2013

Inngangur: Alma Ösp Árnadóttir er 24 ára gömul. Hún greindist með MS 2011, og hafði fengið fyrsta kastið einu ári áður.

 

Ungir með MS (á ensku)

Höfundur: MSIF (jan. 2013)

Lýsing: Fjallað er um leiðina að sjálfstæðu lífi, sjálfsmynd ungs fólks, það að vera kærasta eða kærasti með MS, menntun, umönnun, hvað hafa þarf í huga þegar stofnað er til fjölskyldu, heilbrigt líf, lyf og meðferðir, börn með MS, frásagnir ungs fólks með MS, hvernig MS-félög víða um heim styðja við bakið á sínu unga fólki og niðurstöður netkönnunar þar sem meira en 4.600 ungir með MS tóku þátt.

 

Fjölskyldan og aðlögun að MS 

Höfundur: Margrét Sigurðardóttir, félagsráðgjafi, MeginStoð (mars 2013)

Lýsing: Þegar einstaklingur fær MS-greiningu þá hefur það áhrif á alla meðlimi innan fjölskyldunnar. Öll fjölskyldan getur fundið fyrir MS-sjúkdómnum og þurft að laga sig að hinum langvinna sjúkdómi.

 

Kæri vinur - Ég er með MS:

Fræðslubæklingur fyrir vini unglings með MS

Höfundur: Elaine Mackey. Þýtt af Heiðu B. Hilmisdóttur (jan. 2012)

Lýsing: Bæklingurinn er lokaverkefni Elaine Mackey framhaldskólanema. Eftir að hún greindist með MS fannst henni erfitt að útskýra sjúkdóminn fyrir vinum sínum. Hún fékk hóp unglinga með MS til að skrifa þennan bækling.