Hjálpartæki

Mörgum þykir þó erfitt að horfast í augu við að þurfa að nota hjálpartæki. Sumir þurfa jafnvel að gefa sér tíma til að venjast tilhugsuninni áður en sótt er um hjálpartæki eða eftir að það er komið í hús þar sem þeir telja að hjálpartækjanotkun staðfesti að þeir hafi beðið ósigur gagnvart framgangi sjúkdómsins. Svo vilja einhverjir ekki nota hjálpartæki vegna þess að þeir óttast fordóma eða eru feimnir við að sýna sig til dæmis með göngugrind, í hjólastól eða á rafskutlu.

Allt eru þetta eðlilegar hugsanir. Best er að gefa sér þann tíma sem þarf til að komast yfir „hjallann“ með því að vega og meta kosti þess að nota hjálpartæki. Flestum, ef ekki öllum, finnst hið daglega líf mun þægilegra þegar þeir eru komnir með hjálpartæki við hæfi.

Hér má finna reynslusögur fólks af ýmsum hjálpartækjum sem hafa komið þeim að gagni.

 

Hjálpin mín - Fingurspelka

Sigþrúður Jóhannesdóttir. MeginStoð 2. tbl. 2015

Inngangur: Mig langar til að segja frá snilldar hjálpartæki sem ég nota mikið. Áður fyrr prjónaði ég mikið en fljótlega eftir MS-greiningu hætti ég að geta það vegna máttleysis í vinstri hendi...

 

Hjálpin mín – Rafskutla

Bergþóra Bergsdóttir. MeginStoð 1. tbl. 2014

Inngangur: Til er lítil, meðfærileg og einstaklega lipur rafskutla sem mig langar til að vekja athygli á. Hana er hægt að nota úti sem inni, taka í sundur í 4-5 hluta og setja í bílskott til að fara með á milli staða.

 

Hjálpartæki – Hækjur og fylgihlutir

Berglind Guðmundsdóttir. MeginStoð 2. tbl. 2012

Inngangur: Hækjur eru mikið þarfaþing fyrir þá sem af einhverjum ástæðum eiga erfitt með gang. Margar ástæður geta legið þar að baki. Tímabundnar ástæður eins og fótbrot, tognum eða aðrir áverkar á fótum sem gera það að verkum að einstaklingur getur ekki gengið án stuðnings. Aðrir þurfa að nota hækjur að staðaldri, ýmist eina eða tvær vegna máttarminnkunar í fótum eða skerst jafnvægis, sem kallar á aukinn stuðning.

 

Hjálpin mín – Göngustafur

Bergþóra Bergsdóttir. MeginStoð 2. tbl. 2011

Inngangur: Það er misjafnt hvaða viðhorf við MS-ingar höfum til hjálpartækja. Sum okkar eru háð þeim og hafa ekkert val. Sum okkar vilja helst ekki vita af þeim fyrr en í lengstu lög og við skakklöppumst frekar um eins og dauðadrukkin heldur en að styðja okkur við staf eða hækju.

 

Hjálpin mín – Spelkur

Bergþóra Bergsdóttir. MeginStoð 2. tbl. 2009

Inngangur: Mig langar að segja frá kostum fótspelku sem hjálpartækis fyrir þá sem hún gagnast. Ég hef notað spelku sem hjálpartæki í nokkur ár og þar sem ég hef einstaklega jákvæða reynslu af notkun hennar langar mig að deila henni hér, komi það einhverjum til að íhuga spelku sem hjálpartæki.