Það er gaman að segja frá því að fyrsta MS kaffi ársins á Sléttuveginum var vel sótt og stemmingin sannarlega notaleg.
 
Fólk lét ekki snjóinn og færðina aftra sér og var flest mætt snemma.  Rætt var um margvísleg málefni tengd sjúkdómnum, um daginn og veginn og sumir tóku með sér handavinnu.  Veitingunum voru einnig gerð góð skil en í boði voru ljúffengar samlokur og kökur frá Sóma.
 
 
NÆSTA MS KAFFI ÞRIÐJUDAGINN 27. FEBRÚAR MILLI KL. 15-18
 
Hittumst, spjöllum, fáum okkur kaffi og með því. Þau sem vilja geta tekið með sér handavinnu eða spilað.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í MS-húsinu Sléttuvegi 5. Aðstandendur einnig hjartanlega velkomnir.