Það var kalt og gott í Nauthólsvíkinni þessa vikuna. Nokkrir MS félagar mættu til sunds á námskeiði hjá sjósundskappanum Benedikt Hjartarsyni. Námskeiðið er frítt en Benedikt vill kynna kosti sjósunds fyrir þeim sem glíma við langvinna sjúkdóma eins og MS. Sjálfur hefur hann stundað sjósund til margra ára og kynnt sjósund fyrir fjölda fólks.

Það að fara í sjóinn, kæla sig og svamla eða synda í stutta stund er talið draga úr bólgum. Eftir sjóinn í Nauthólsvíkinni er svo ekki síður dásamlegt að setjast í pottinn og ná upp hitanum aftur. Krafturinn er engu líkur í þessu ferli og eins og Benni benti á þá kemur enginn reiður upp úr sjónum.

 

Svalar í sjósundi

 

Slakað á í heita pottinum

Þátttakendur voru í skýjunum eftir þessi þrjú skipti og geta vel hugsað sér að halda þessu áfram. Væri jafnvel hægt að koma á MS hópsjósundi, hver veit?

Þá var allavega ein „hafmeyjan“ sem fann strax mun og vaknaði ekki með liðverki sem hún er vön að vakna með. Vel þess virði að prófa.

 

Það eru enn nokkur pláss laus í næstu viku og því um að gera að skrá sig hér

 

En myndirnar tala sínu máli – bara gleði, kraftur og fjör

 

HÝS

 

Tekið skal fram að fólk er algerlega á eigin ábyrgð í sjósundinu og gott er að kynna sér áður helstu atriði sjósunds á https://nautholsvik.is/sjosund/

Um er að ræða 3 skipti. Hist er við búningsklefana í Nauthólsvík, farið yfir helstu atriðin og svo farið í sjóinn. Þetta er endurgjaldslaust sem og aðgangur að búningsklefum, sturtum, potti og eimbaði sem er frír yfir sumartímann (sjá upplýsingar um aðstöðu á ylströndinni á https://nautholsvik.is/ylstrondin/).

 

Hópur 2:  21., 22. og 23. júní klukkan 14