MS-félagið er með styrktarsjóð sem styrkir ungt fólk með MS-greiningu til náms.

Sækja má um styrk til að greiða skólagjöld, námsbækur, námskeið sem eru hluti af námi og annað sem styrkir einstaklinginn á annan hátt til náms. Umsækjandi skal skila afriti af útlögðum kostnaði vegna námsins.

Hámarksstyrkur hefur hækkað um 10.000 og er nú 60.000 kr. Einstaklingur getur sótt aftur um styrk eftir tvö ár.

Úthlutun úr sjóðnum er tvisvar á ári og skulu umsóknir fyrir vorönn 2022 berast fyrir lok janúar. Úthlutun fer fram um miðjan febrúar og verður öllum umsóknum svarað.

Rétt til úthlutunar eiga þeir félagar í MS-félagi Íslands sem eru með MS-greiningu, á aldrinum 18-30 ára og skuldlausir við félagið.

Umsóknir með upplýsingum um nafn, kennitölu, símanúmer og reikningsnúmer, nám og afrit af greiðslugögnum má senda inn rafrænt hér á vefnum, senda á netfangið msfelag@msfelag.is eða með pósti á MS-félag Íslands, Sléttuvegi 5, 103 Reykjavík.

 

SÆKJA UM