Fimmtudaginn 26. maí n.k. heldur MS-félag Íslands alþjóðadag MS hátíðlegan með glæsilegu golfmóti á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal og sinni árlegu sumarhátíð með skemmtun og fræðslu fyrir alla fjölskylduna og er helsta markmiðið að vekja athygli á málefnum fólks með MS og miðla fræðslu. Þá miðlum við sögum fólks og fræðslu á samfélagsmiðlum félagsins.

 

Haukur Dór Kjartansson, stjórnarmaður í MS-félaginu, á veg og vanda af skipulagningu golfmótsins. Fyrirkomulagið er Texas Scramble. Um er að ræða 10 lið sem ræst verða í níu holu hring. Í hverju liði eru fjórir keppendur: tveir þjóðþekktir einstaklingar úr röðum tónlistar-, íþrótta- og fjölmiðlafólks, svo eitthvað sé nefnt, einn frá hverjum styrktaraðila og einn einstaklingur með MS-sjúkdóminn.

 

Þetta er í 14. sinn sem alþjóðadagurinn er haldin hátíðlegur en hann er á vegum alþjóðasamtaka MS-félaga, MSIF. Þemað 2020-2023 eru tengsl og mikilvægi þeirra.

 

Glæsileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna, skemmtun og veitingar! 

Kl. 10:00 Golfmótið ræst
Kl. 12:00 Sumarhátíð hefst
Kl. 12:30 Lokaathöfn golfmóts og ávörp
Kl. 13:00 Leikhópurinn Lotta
Kl. 13:30 Inga María Björgvins og Arnar Jóhann

 

Hlökkum til að sjá sem flest. Öll velkomin!