Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, kennari, býður MS-fólki og aðstandendum upp á leiðsögn í sjósundi á Hjalteyri. Ragnheiður Lilja hefur mikla reynslu af að stunda sjósund sem heilsubót.

Sjósund getur m.a. minnkað bólgur og þar með hugsanlega bætt lífsgæði einhverra.

Tekið skal fram að fólk er algerlega á eigin ábyrgð í sjósundinu og ef það þarfnast aðstoðar t.d. við að skipta um föt eða koma sér í sjóinn þarf það að hafa með sér aðstoðarmann. Ragnheiður Lilja mun einungis leiðbeina fólki að taka fyrstu skrefin í sjósundi. Gott er að kynna sér áður helstu atriði sjósunds á https://nautholsvik.is/sjosund/

Um er að ræða 4 skipti. Hist er við heita pottinn við gömlu verksmiðjuna í fjöruborðinu á Hjalteyri, farið yfir helstu atriðin og svo farið í sjóinn. Námskeiðið er endurgjaldslaust en gert er ráð fyrir 500 kr. greiðslu fyrir heita pottinn í hvert skipti til staðarhaldara.

Mæta þarf með venjuleg sundföt, sundgleraugu ef vill, sundhettu eða húfu. Gott er að hafa lopavettlinga og lopasokka. Einnig er gott að hafa töflur eða skó til að ganga niður að sjónum, vatnsbrúsa og koma ekki svangur.

 

Einn hópur: 7., 9., 13. og 15. júní klukkan 17.

 

Skráning hér