MS-félag Íslands hefur hrint af stað sinni árlegu símasöfnun þar sem hringt er í fólk og það beðið um að styrkja félagið. Fyrir 5.000,- kr. framlag fær fólk sent borðdagatal með myndum eftir Eddu Heiðrúnu Backman ásamt greiðsluseðli.

Markmið MS-félagsins er að vinna að velferð þeirra sem haldnir eru MS-sjúkdómnum með því að veita þeim og aðstandendum þeirra stuðning og stuðla að öflugri félags- og fræðslustarfsemi.

 

Mynd úr dagatali 2021 - júníMS er einn algengasti taugasjúkdómur sem leggst á ungt fólk. Á hverju ári greinast að jafnaði um 25 manns með MS á Íslandi, flestir á aldrinum 20-40 ára. Margir hafa upplifað MS-einkenni mörgum árum fyrir greiningu án þess að hafa gert sér grein fyrir því fyrr en litið er til baka.

Við þökkum öllum þeim sem sjá sér fært að styrkja okkur kærlega fyrir stuðninginn.

Ykkar styrkur er okkar stoð!