MS-félagið er með styrktarsjóð sem styrkir ungt fólk með MS-greiningu til náms.

Sækja má um styrk til að greiða skólagjöld, námsbækur, námskeið sem eru hluti af námi og annað sem styrkir einstaklinginn á annan hátt til náms.

Hámarksstyrkur er nú 60.000 kr. Ef einstaklingur hefur hlotið styrk er hægt að sækja aftur um styrk eftir tvö ár.

Úthlutun úr sjóðnum er tvisvar á ári, í febrúar og október.

Umsóknir fyrir vorönn skulu berast fyrir lok janúar.

Umsóknir fyrir haustönn skulu berast fyrir lok september.

Rétt til úthlutunar eiga þeir félagar í MS-félagi Íslands sem eru með MS-greiningu, á aldrinum 18-30 ára og skuldlausir við félagið.

Umsóknareyðublað er að finna hér fyrir neðan. Vinsamlega athugið að afrit af reikningum vegna skólagjalda eða námsgagna skal fylgja með umsókn.

 

Hlekkur á umsóknareyðublað