Borðdagatal

 

Borðdagatal ársins 2023 skartar fallegum myndum Eddu Heiðrúnar Backman.Mynd af almanaki

Helstu merkisdagar ársins eru merktir inn á dagatalið og hægt er að skrifa inn á það sér til minnis, auk þess sem á hverri síðu er einnig hægt að sjá næsta mánuð.

Dagatalið er listrænt og fallegt og hefur að geyma bæði vatnslitamyndir og olíumyndir. Einkar hentugt til tækifærisgjafa.

Dagatalið kostar 2.500 krónur og fæst á skrifstofu og á sölustöðum víða um land, sjá lista  Sendum einnig um land allt.

 

Jólakort

 

Jólakort 2022Jólakortið í ár skartar mynd af drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið, olíumálverki eftir Ingvar Thor Gylfason.

Kortin eru prentuð bæði með og án jóla- og nýárskveðju og henta þannig einnig sem tækifæriskort.

Pakki með 8 kortum og umslögum kostar 2.000 kr. og eru til sölu á skrifstofu. Kortin er einnig hægt að panta og fá send.

 

 

Þá fást pakkar með jóla- og tækifæriskortum frá fyrri árum einnig á skrifstofu.

 

 

Allar nánari upplýsingar í síma 568 8620 á opnunartíma eða með tölvupósti msfelag@msfelag.is