Yfirlýsing alþjóðasamtaka MS (MSIF) í kjölfar fundar framkvæmdastjórnar MSIF, lækna- og vísindanefndar MSIF, forseta TRIMS og samtaka starfsfólks sem vinnur við rannsóknir, hefur nú verið birt á heimasíðu þeirra, msif.org.

Hér er að finna hlekk á yfirlýsinguna og ráð fyrir fólk með MS og fjölskyldur þeirra varðandi COVID-19 vírusinn, bæði á íslensku og ensku.  

Þetta eru bestu ráðin sem ofangreindir aðilar geta veitt fólki með MS á þessari stundu og verður áfram fylgst með ástandinu eftir því sem það þróast og ráðleggingarnar uppfærðar þegar meiri vitneskja fæst.

Vonandi svarar þetta mörgum af þeim spurningum sem fólk með MS og fjölskyldur þeirra gætu haft varðandi COVID-19.

Þá viljum við einnig vekja athygli á að Embætti landlæknis og Almannavarnir hafa nú opnað vefsíðuna www.covid.is þar sem er að finna upplýsingar um Covid-19 á Íslandi, s.s. tilkynningar, góð ráð, upplýsingar um viðbrögð á Íslandi og allar nýjustu fréttirnar.

Við vekjum sérstaklega athygli á leiðbeiningum sóttvarnarlæknis fyrir einstaklinga sem eru í aukinni hættu á alvarlegum veikindum ef þeir smitast af COVID-19. Þær er að finna hér.

 

 

Yfirlýsing og ráð frá MSIF á íslensku

Yfirlýsing og ráð frá MSIF á ensku

Heimasíðan COVID.is

Leiðbeiningar sóttvarnarlæknis fyrir einstaklinga í aukinni hættu á alvarlegum veikindum