NÁMSKEIÐ FYRIR NÝGREINDA HAUST 2021

 

Lýsing:  Námskeiðin eru fyrir fólk sem er með nýlega MS greiningu og er lögð áhersla á virkar umræður. Í hverjum hópi geta verið allt að átta manns og hittist hópurinn í 1,5 klukkustund í senn í þrjú skipti. Á námskeiðinu er rætt um viðbrögð við greiningu, daglegt líf og áskoranir. Markmið með námskeiðinu er að fólk fræðist um MS, kynnist öðrum og fái stuðning.

 

Umsjón: María Rúnarsdóttir, félagsráðgjafi MS félagsins.

 

Hópur 1: Miðvikudagana 22/9, 29/9 og 6/10 kl. 15.30-17.00

 

Hópur 2: Miðvikudagana 20/10, 27/10 og 3/11 kl. 15.30-17.00

 

Hópur 3: Miðvikudagana 17/11, 24/11 og 1/12 kl. 10.30-12.00.

 

Námskeiðin verða haldin í húsnæði MS félagsins að Sléttuvegi 5 eða í fjarfundabúnaði eftir því sem aðstæður leyfa.

 

Nánari upplýsingar á skrifstofu í síma 568 8620.

 

Skráning hér eða á skrifstofu.