Hóhóhó, nú getum við aftur haldið jólaball eftir tveggja ára hlé.

Hurðaskellir og Kjötkrókur ætla að kíkja í heimsókn til okkar með glaðning fyrir börnin og verða þeir örugglega extra fjörugir í sprelli og dansi þar sem þeir hafa lítið getað prakkarast sl. tvö ár.

Ballið verður haldið laugardaginn 10. desember kl. 14-16 í safnaðarheimili Grensáskirkju. Húsið opnar kl. 13.30.

Veitingar, tertur og kruðerí.

 

Aðgangur er ókeypis en skráning nauðsynleg.

 

Hér er hlekkur á skráningareyðublað þar sem taka þarf fram fjölda barna og fullorðinna.

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Viðburðarnefndin