Annar þáttur hlaðvarps MS-félagsins, MS-kastsins, sem Þorsteinn Árnason Sürmeli stjórnarmaður í MS-félaginu á allan heiður af, er kominn á streymisveitur.
Viðmælandi Þorsteins er Ólafur Árni Sveinsson, taugalæknir við LHS og spjölluðu þeir um leið hans inn í taugalækningar, MS-sjúkdóminn almennt, nýjustu rannsóknir, meðferðarúrræði, kænsku, D-vítamín og fleira. Njótið vel.
Þorsteinn Á. Sürmeli tekur fagnandi á móti ábendingum eða tillögum að efnistökum eða viðmælendum – thorsteinnsurmeli@gmail.com.
Hægt er að nálgast þætti MS-kastsins á öllum helstu streymisveitum, eða hér fyrir neðan.
#2 Eftir höfðinu dansa limirnir: Ólafur Árni Sveinsson, taugalæknir við LSH.
Sérstakar þakkir fá:
Samfélagssjóður Landsbankans
ELKO
Smári Guðmundsson
Stef – Fríða Dís Guðmundsdóttir (The Spell af plötunni Lipstick on)