Það hefur verið líflegt í Nauthólsvík undanfarnar tvær vikur en félagar úr MS-félaginu nýttu sér leiðsögn sundgarpsins Benedikts Hjartarsonar við fyrstu sundtökin í sjó.

Flestir þátttakendur voru að koma í fyrsta sinn í sjóinn en heilluðust algjörlega af þessari hressandi útveru og íþrótt. Það er ekki dvalið lengi í sjónum, hver og einn tekur sín sundtök, kælir huga og hörund,  er eins lengi ofan í og hann treystir sér. Svo eru það verðlaunin, brosið, hláturinn, gleðin og stoltið yfir því að hafa getað þetta. Upp úr sjónum kemur enginn reiður, það er bara þannig. En þegar úr sjónum er komið er gott að setjast aðeins í heita pottinn og spjalla dálitla stund. Endurnærandi fyrir líkama og sál.

Nú er svo komið að hóparnir sem mættu á námskeiðið vilja halda áfram að hittast og hefur mánudagur orðið fyrir valinu.

Við munum byrja mánudaginn 28. júní klukkan 16:30. Hittumst fyrir framan búningsklefana í Nauthólsvík.

Öllum velkomið að slást í hópinn!

 

HYS