Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur sett upp dagatal með fjölbreyttum æfingum fyrir hvern dag mánaðarins.

Hér getur þú nálgast æfingaprógrammið fyrir mars-mánuð. Hægt er að prenta beint út eða hlaða niður (download) og prenta út sem pdf.

 

 

Ert þú til í áskorunina?

Þú prentar æfingaprógrammið út, hengir það upp eða setur á áberandi stað. Á hverjum degi gerir þú æfingu dagsins – og ef þú treystir þér ekki í hana, þá gerir þú bara einhverja aðra æfingu – og merkir síðan á dagatalið þegar æfingunni er lokið. Í hvíta reitinn getur þú skráð þín eigin persónulegu markmið.

 

Í lok mánaðarins getur þú litið stolt/ur yfir mánuðinn og hlakkað til að byrja á æfingum þess næsta. Þeim verður dreift mánaðarlega á fésbókinni.

 

Sigurður Sölvi er annar tveggja sem sér um hina geysivinsælu hópþjálfun fyrir fólk með MS hjá Styrk, Höfðabakka 9. Hópurinn skemmti sér vel á öskudaginn og mættu allir í búning, eins og sjá má af þessum myndum:

 Öskudagur

 Öskudagur

Öskudagur

 ö

 Öskudagur

 

 

 

Bergþóra Bergsdóttir, fræðslufulltrúi