Embætti landlæknis hefur staðfest að einstaklingar með MS tilheyri hópi 7 m.t.t. COVID-19 bólusetningar, ef þeir tilheyra ekki þegar hópum 1-6 vegna aldurs, dvalarstaðs eða starfs.

Samkvæmt bólusetningardagatali stjórnvalda hefst bólusetning einstaklinga með undirliggjandi langvinna sjúkdóma í apríl og stendur fram í maí.  Aldur, mismunandi lyf og aðrir sjúkdómar munu svo hafa áhrif á tímasetningu bólusetningar innan hópsins.

Einstaklingar í bólusetningarhópum verða boðaðir í bólusetningu með skilaboðum frá heilsugæslustöðvum (t.d. með SMS-skilaboðum, skilaboðum á Heilsuveru eða eftir öðrum leiðum) þar sem fram kemur hvar og hvenær viðkomandi á að mæta. Ekki verður hægt að panta tíma í bólusetningu og heilsugæslustöðvar geta ekki breytt forgangsröðuninni.

Að öllu jöfnu þarf að bólusetja hvern einstakling tvisvar með sama bóluefninu með 3 vikna millibili, eftir leiðbeiningum framleiðanda.

Embætti landlæknis hefur þróað tölvukerfi sem mun styðja við bólusetningar. Í kerfinu er haldið utan um hvern hóp fyrir sig, boðun í bólusetningar, upplýsingar um bóluefni fyrir heilbrigðisstarfsfólk, auk eftirlits með að hver og einn einstaklingur sé fullbólusettur. Þannig heldur kerfið utan um feril bólusetninga og skráir beint inn í bólusetningargrunn sóttvarnalæknis.

Allar nánari upplýsingar um bólusetningar er að finna á upplýsingavef um COVID-19, sjá hér

 

 

Bólusetningardagatal

Upplýsingavefur um bólusetningu gegn COVID-19