- 8 stk.
- 11.05.2019
Þann 11. apríl sl. voru haldnir tónleikar til styrktar ungu fólki með MS í Fella- og Hólakirkju, en að þeim stóðu fjórir nemendur í Háskóla Íslands. Margskonar listamenn komu fram, meðal annars tónlistarmennirnir Hlynur Ben og Rannveig Júlía auk þess sem Dóra var með uppistand.
Á staðnum var svo happdrætti með marga veglega vinninga sem sumir heppnir tóku með sér heim. Þetta var frábært kvöld í alla staði og MS-félagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, bæði frá þeim sem mættu og styrktu unga fólkið og eins þeim sem gáfu vinnu sína og fyrirtækin sem gáfu veglega vinninga í happdrættið.
Hópurinn sem stóð á bakvið þetta allt saman kom svo til okkar í MS-félagið til að afhenda ágóðann, en samtals söfnuðust 138.00 kr. fyrir ungt fólk með MS! Björg Ásta Þórðardóttir veitti styrknum mótttöku fyrir hönd félagsins og unga fólksins og þökkum við kærlega fyrir.