Í 3. tbl. Læknablaðsins 2018 er að finna viðtal Hávars Sigurjónssonar, blaðamanns, við Hauk Hjaltason, taugalækni.

 

Í viðtalinu kemur meðal annars fram að nú sé byrjað að greina MS fyrr en áður var og af meira öryggi. Það sé ekki síst segulómuninni (MRI) að þakka. Áður fyrr hafi þurft tvö köst með mismunandi einkennum og á mismunandi tíma til að greina MS en undanfarin ár hafi hins vegar eitt kast með dæmigerðum MS-einkennum dugað til greiningar að því tilskildu að segulómunin styðji hana.

Segulómunin sé þó ekki einungis gagnleg til að hjálpa til við greiningu, heldur einnig til að fylgjast með þróun og virkni sjúkdómsins.

Í viðtalinu segir Haukur einnig frá þeirri þróun sem orðið hefur á lyfjum við sjúkdómnum á undanförnum tveimur áratugum. Mörg ný og kröftug lyf við kastaformi MS hafi litið dagsins ljós, sem gagnist það vel að leiða megi að því líkur að færri þrói nú með sér síðkomna versnun MS – sem er að sjálfsögðu mjög jákvætt.   

 

Viðtalið má finna í greinasafni MS-vefsins, undir "Læknar skrifa" hér.

 

 

Bergþóra Bergsdóttir, fræðslufulltrúi

 

Frekari fróðleikur:

Bæklingurinn Almennur fróðleikur um MS. Höfundar: Bergþóra Bergsdóttir og Haukur Hjaltason.