forsida Einkenni MS geta verið bæði líkamleg og hugræn og leggjast misþungt á einstaklinga. Líkamleg einkenni eru flestum skiljanleg og njóta samúðar en annað gildir um hugrænar breytingar sem ekki eru eins augljósar og oft erfiðari að takast á við.

Í bæklingnum ,,Almennur fróðleikur" er MS-sjúkdómnum lýst. Í byrjun er fjallað um greiningu hans og einkenni, því næst er farið yfir mismunandi sjúkdómsgerðir og þar á eftir er helstu líkamlegum einkennum lýst og ráð veitt sem geta linað einkennin eða hjálpað til við að takast á við þau. Aðeins er stuttlega komið inn á lyfjamál og meðferðir þar sem mikil þróun á sér stað á því sviði og því betra að fylgjast með á vefsíðu félagsins hér.

Efni bæklingsins er engan veginn tæmandi og því getur verið nauðsynlegt að afla sér ráðgjafar og frekari upplýsinga, til dæmis hjá MS-félaginu eða hér á vefsíðu félagsins, hjá taugalækni eða MS-hjúkrunarfræðingi. 

 

Finna má einstaka kafla bæklingsins í valstikunni hér til hliðar. Útskýringar á einkennum og góð ráð við þeim má finna undir aðalvalmyndinni Einkenni og meðferðir.

 

Hafa ber í huga að einkenni sem tilgreind eru í þessum bæklingi geta átt sér aðrar orsakir en í MS-sjúkdómnum. Einnig, að ekki fá allir sem greinast með MS sömu einkennin. Hér er aðeins leitast við að veita innsýn í mögulega birtingarmynd MS-sjúkdómsins til að auka almennan skilning.