Vörunúmer: 2001

Framlag í námssjóð

Verðm/vsk
2.500 kr.
Verð
2.500 kr.

MS-félagið er með styrktarsjóð sem styrkir ungt fólk með MS-greiningu til náms.

Styrkur er veittur til að greiða skólagjöld, námsbækur, námskeið sem eru hluti af námi og annað sem styrkir einstaklinginn á annan hátt til náms.

Úthlutun úr sjóðnum er tvisvar á ári, í febrúar og október.

Rétt til úthlutunar eiga þeir félagar í MS-félagi Íslands sem eru með MS-greiningu, á aldrinum 18-30 ára og skuldlausir við félagið.

 

 

MS-félagið er á almannaheillaskrá skattsins og því geta framlög til félagsins veitt rétt á skattfrádrætti ef öll skilyrði til þess eru uppfyllt.

Einstaklingur getur fengið skattfrádrátt (lækkun á tekjuskattsstofni) allt að 350.000 kr. á ári, vegna gjafa og framlaga til MS-félagsins. Til þess að einstaklingur fái frádrátt þurfa gjafir/framlög hans á árinu að vera a.m.k. 10.000 kr. Frádráttur þessi er ekki millifæranlegur hjá hjónum/sambúðarfólki.

Frádráttur rekstraraðila getur numið 1,5% af rekstrartekjum á því ári sem gjöf er afhent eða framlag er veitt.

Nauðsynlegt er að gefa upp kennitölu í kaupferlinu til að hægt sé að standa skil á upplýsingum til skattfrádráttar.