- 70 stk.
- 30.05.2019
Sumarhátíð MS-félagsins var að venju haldin í sól og sumaryl á Sléttuveginum í tilefni Alþjóðadags MS.
Rauðhetta, úlfurinn og grísinn úr leikhópnum Lottu mættu á svæðið og léku leikritið um Rauðhettu og úlfinn. Í kjölfarið tróð Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Jón 500 kall úr Idolinu, upp og spilaði á gítarinn sinn og söng mörg mjög skemmtileg lög sem flestir þekktu.
Boðið upp á andlitsmálun og var gaman að sjá m.a. glaða litla einhyrninga, kisur og tígrísdýr skoppa um.
Pylsubíllinn ómissandi frá Atlantsolíu var á staðnum og ís var í boði Emmess.
Ingdís Líndal tók myndir.