Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

Nú er komið að því að fara þína leið!
 
Við ætlum að gera okkur glaðan dag, hlaupa, skokka eða labba saman, virða sóttvarnarreglur, gleðjast og styrkja um leið MS-félag Íslands (rknr. 115-26-102713 kt. 5202790169)
 
Við hittumst við MS félagið á Sléttuvegi 5 klukkan 10:30. Hitum okkur upp, komum okkur í gírinn og sjáum hvar hlaupaleiðirnar eru en það verða 5 km og 10 km merktar leiðir í boði. Auðvitað má svo hlaupa þá leið sem hver og einn vill, allt eftir eigin getu. Það verða drykkjarstöðvar, pepp stöðvar stuð og stemning hjá okkur.
 
Klukkan 11:00 verður svo hlaupið ræst. Endastöðin er svo líka í MS félaginu þar sem léttar veitingar verða í boði.
 
Það er enn tími til að skrá sig á https://www.rmi.is og muna bara að skrá MS félagið í áheitasöfnuninni.
 
Verið öll velkomin