Sjósund fyrir MS-fólk og aðstandendur.

Hópur fólks sem hittist í Nauthólsvík og fer í sjósund á mánudögum kl. 16:30.

Allir velkomnir, gott tækifæri til að kæla, kjafta, synda og svamla saman.   

Tekið skal fram að fólk er algerlega á eigin ábyrgð í sjósundinu.  Gott er að kynna sér áður helstu atriði sjósunds á https://nautholsvik.is/sjosund/

Hist er við búningsklefana í Nauthólsvík og svo farið í sjóinn. Sjá upplýsingar um aðstöðu á ylströndinni á https://nautholsvik.is/ylstrondin/).