Fimmtudaginn 5. október byrjar nýtt 10 vikna reiðnámskeið, þ.e. þjálfun á hestbaki.

Fyrir utan góðan félagsskap við hesta og menn, þá hjálpa hreyfingar hestsins til við að efla jafnvægi og styrkja bak- og lærvöðva.  

Þátttakendur sem verið hafa á námskeiðunum hafa verið mjög ánægðir og finnst sem þeir hafi styrkst á líkama og sál.

Hvar og hvenær 

Námskeiðið er haldið í samstafi við Fræðslunefnd fatlaðra hjá Hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ. Reiðhöllin er í Mosfellsbæ við Varmárbakka, sjá staðsetningu hér.

Námskeiðið er einu sinni í viku, á fimmtudögum frá 5. október fram til 7. desember, klukkutíma í senn, frá 10:30-11:30.