Fyrirlestur á netinu 22. september kl. 17.
 
Ólafur Árni Sveinsson taugalæknir stiklar á stóru um MS-sjúkdóminn, fræðir okkur um nýjungar, segir fréttir frá ECTRIMS og fleira.
 
Fyrirlesturinn fer einungis fram á netinu, sjá hér. Hægt verður að senda inn spurningar í kommentum og mun Ólafur Árni leitast við að svara þeim eftir bestu getu í lok fyrirlestrarins.
 
Fundurinn er styrktur af Merck.