Námskeið: STERKARI ÉG

Hamingjan er í þínum höndum og verður ekki týnd í garði annarra!
Hvernig ert þú að rækta þinn garð?

Það er ávallt áskorun að læra eitthvað nýtt um sjálfan sig, sjálfsrækt er mikilvægur partur af því  að vaxa og dafna sem manneskja. Þetta sjálfsræktarnámskeið sprettur frá aðferðarfræði markþjálfunnar. Markþjálfun getur verið valdeflandi og því góð leið við að styðja fólk í sjálfsrækt.

Markmiðið með námskeiðinu er að efla hvern einstakling. Hver og einn vinnur með sína styrkleika og lífsgildi, þannig eflist sjálfsmyndin og styrkurinn.

Við hittumst í fjögur skipti 1,5 klst. í senn. Í hverjum tíma er eitt þema tekið fyrir, við notum ýmsar leiðir til að finna styrkleika hvers og eins.

Leiðbeinandi er Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir, PCC markþjálfi.

FULLT ER Á NÁMSKEIÐIÐ