HAMNámskeiðið er fyrir fólk með MS-sjúkdóminn. Miðað er við allt að 10 í hóp. Hugræn atferlismeðferð leggur áherslu á að við tileinkum okkur hugsun og hegðun sem bætir aðstæður okkar og líðan. Námskeiðið er í 12 vikuleg skipti, með 2 mánaðarlegum upprifjunartímum. Fyrsti tíminn verður miðvikudaginn 7. febrúar kl 14:00-16:00 og námskeiðinu lýkur miðvikudaginn 2. maí. 

Þeir sem eru búsettir utan höfuðborgarsvæðisins geta sótt um ferðastyrk.

Umsjón er í höndum Péturs Haukssonar, geðlæknis.