Það er óhætt að segja að það verði líf og fjör á Bakkakotsvelli laugardaginn 31.maí næstkomandi. Þá flautum við til golfmóts til styrktar félaginu okkar. Mótið er öllum opið og skráning fer fram i gegnum golfboxið og kostar einungis 4.500 kr. að taka þátt – en að sjálfsögðu er öllum velkomið að leggja góðu málefni lið og borga meira til styrktar félaginu. Mótið verður hefðbundið punktamót og verða leiknar 9 holur á Bakkakotsvelli.

 

Hvar: Bakkakotsvöllur Mosfellsbær
Hvenær: 31.maí 2025
Rástímar: 09:00-14:00
Fyrir hverja: Öll þau sem vilja styrkja félagið og hreyfa sig

Skráning: á golfboxinu - https://golfbox.golf/#/

Veglegir vinningar.