Meðferð

Meðferð við PML felst í því að notkun Tysabri er hætt strax og stundum er lyfið fjarlægt úr líkamanum með plasmaskiptum (blóðskiljun).

 

ÖRYGGISKORT (LYFJAKORT)

Sjúklingum á Tysabri-meðferð er afhent sérstakt viðvörunarkort sem hafa að geyma upplýsingar og leiðbeiningar, sérstaklega varðandi PML. Viðvörunarkortið þarf að sýna öllum læknum sem koma að meðferð sjúklings, t.d. heimilislæknum. Geyma þarf kortið í 6 mánuði eftir að meðferð með Tysabri er hætt þar sem einkenni gætu komið fram á þeim tíma.

 

FREKARI UPPLÝSINGAR Mikilvægar öryggisupplýsingar: Ráðleggingar til að lágmarka áhættu á PML, uppfært 15.03.2016, sjá hér