JC-veira

Að hafa mótefni gegn veiru í blóði (jákvæður) þýðir í raun að hafa sýkst af veirunni einhvern tímann á lífsleiðinni og ónæmiskerfið hefur myndað mótefni til varnar veirunni.

Rúmlega helmingur fólks er  með JC-veiruna í sér en fá ekki heilabólgu nema ónæmiskerfi þeirra veiklist.

Frá árinu 2012 hefur verið hægt að mæla styrk JC-veiru í blóði til að meta líkur á því að JCV-jákvæður einstaklingur, sem fær Tysabri, geti þróað með sér PML-heilabólgu. Rannsóknin er gerð með blóðprufu sem send er samdægurs til greiningar til Danmerkur. 

* Gildin eru mæld á ákveðnum skala. Hjá einstaklingum sem ekki hafa verið á annarri ónæmisbælandi meðferð er talið að áhætta á PML aukist töluvert þegar gildið fer yfir 1,5 og en ef gildið er undir 0,9 er áhættan er lítil. 

* Áhættan er almennt lítil fyrstu tvö ár meðferðar fyrir þennan sama hóp.

Þó einstaklingur hafi mælst á einum tíma JCV-neikvæður, og áhættan á PML þar með hverfandi, er ekki útilokað að einstaklingur myndi síðar mótefni gegn veirunni og verði þar með JCV-jákvæður. Einnig getur það gerst í einstaka tilfellum að gildi JCV geti bæði hækkað og lækkað yfir tíma og þá farið undir eða yfir viðmiðunarmörkin 1,5.