MabThera

Tegund meðferðar

Gefið þeim tímabundið (að þremur árum) sem ekki þola Tysabri eða Gilenya eða lyfin virka ekki sem skyldi.

Hve oft gefið

Innrennslislyf, gefið á sjúkrahúsi á sex mánaða fresti.

Virkni

Góður árangur af notkun og í rannsóknum.

Verkun

Rituximab er mótefni sem eyðileggur B-frumur í blóði, þ.e. hefur áhrif á hvítu blóðkornin (krabbameinsmeðferð).

Aukaverkanir

Þolist almennt vel og engar alvarlegar aukaverkanir.  Vera samt á varðbergi gagnvart PML.

Frábending

 

Eftirlit

Á 6 mánaða fresti með blóðprufum.

Biðtími ef skipta þarf um lyf

Biðtími er 5-6 vikur á milli MabThera og Tysabri/Gilenya.

Fyrst notað á Íslandi

Ekki markaðssett sem MS-lyf (enn) en hefur verið notað á Íslandi síðan 2012.

Öryggiskort

MabTheraLæknir eða hjúkrunarfræðingur mun afhenda sjúklingi öryggiskort um MabThera sem nauðsynlegt er að kynna sér vel, hafa ávallt á sér og framvísa við allar læknisheimsóknir í allt að 6 mánuði eftir að meðferð lýkur.

 

 

 

Nánari upplýsingar um lyfið

Ekki með markaðslyfi við MS-sjúkdómnum.

Samantekt á eiginleikum MabThera vegna annarra sjúkdóma en MS (EMA/Lyfjastofnun), uppfært (ekki uppgefið), sjá hér

Öryggisupplýsingar MabThera vegna annarra sjúkdóma en MS, uppfært 09.07.2014, sjá hér

Annað

Krabbameinslyf sem einnig hefur verið notað við nýrnaskipti og sem gigtarlyf með góðum árangri. Markaðssett 1997. Ódýrt lyf miðað við ný MS-lyf.

Um fjórðungur Svía með MS nú á lyfinu. Svíar byrjuðu að nota lyfið árið 2008 fyrir þá sem ekki gátu verið á Tysabri. Á annan tug MS-einstaklinga á Íslandi eru á lyfinu.

 

 

 

BB/október 2016