MabThera

Tegund meðferðar

Gefið þeim sem ekki þola Tysabri eða Gilenya eða MS-lyf virka ekki sem skyldi.

Hve oft gefið

Innrennslislyf, gefið á sjúkrahúsi á sex mánaða fresti.

Virkni

Góður árangur af notkun og í rannsóknum.

Verkun

MabThera (rituximab) er mótefni sem eyðileggur B-frumur í blóði, þ.e. hefur áhrif á hvítu blóðkornin (krabbameinsmeðferð).

Aukaverkanir

Þolist almennt vel og engar alvarlegar aukaverkanir.  Vera samt á varðbergi gagnvart PML, sjá hér.

Hafið strax samband við lækni eða MS-hjúkrunarfræðing ef grunur vaknar um aukaverkun.

Frábending

 

Eftirlit

Á 6 mánaða fresti með blóðprufum.

Biðtími ef skipta þarf um lyf

Biðtími er 5-6 vikur á milli MabThera og Tysabri/Gilenya.

Fyrst notað á Íslandi

Ekki markaðssett sem MS-lyf (enn) en hefur verið notað á Íslandi síðan 2012.

Öryggiskort

MabTheraLæknir eða hjúkrunarfræðingur mun afhenda sjúklingi öryggiskort um MabThera sem nauðsynlegt er að kynna sér vel, hafa ávallt á sér og framvísa við allar læknisheimsóknir í allt að 6 mánuði eftir að meðferð lýkur.

 

 

 

Nánari upplýsingar um lyfið

Ekki með markaðslyfi við MS-sjúkdómnum.

Samantekt á eiginleikum MabThera vegna annarra sjúkdóma en MS (EMA/Lyfjastofnun), uppfært (ekki uppgefið), sjá hér

Öryggisupplýsingar MabThera vegna annarra sjúkdóma en MS, uppfært 09.07.2014, sjá hér

Umsagnir EMA, lyfjastofnunar Evrópu, uppfært 06.07.2017, sjá hér

Fréttir um MabThera á MS-vefnum, sjá hér

Annað

Ræða MabThera-meðferðina og kynna einkenni PML fyrir fjölskyldu og vinum.

Sjúklingar á ónæmisbælandi MS-lyfjum mega fá bóluefni sem ekki eru lifandi (á við flensusprautuna). Bólusetning með lifandi bóluefnum er ekki æskileg meðan á meðferð stendur og í allt að 4-6 mánuði eftir að meðferð lýkur. Spyrjið alltaf heilbrigðisstarfsmann fyrir bólusetningu hvort bóluefnið sé lifandi eða ekki.

Nokkrar minni rannsóknir liggja fyrir um virkni MabThera sem meðferð við MS en engin stór  fasa-III rannsókn  hefur verið framkvæmd. Lyfið hefur því ekki markaðsleyfi sem MS-lyf. MabThera var markaðssett 1997 til meðhöndlunar á eitilfrumukrabbameini, alvarlega virkri iktsýki, hnúðaæðabólgu og smásærri fjölæðabólgu. MabThera hefur einnig verið notað við nýrnaskipti. 

Svíar byrjuðu að nota lyfið „off label“ árið 2008 fyrir þá sem ekki gátu verið á Tysabri. Reynsla Svía af notkun MabThera við MS er góð en um fjórðungur sænskra MS-sjúklinga, sem er á lyfjameðferð, er á lyfinu. Lyfið þolist vel, meðferðarárangur er góður, aukaverkanir þykja ásættanlegar og lyfið er mun ódýrara en sambærileg MS-lyf.

Off label“ þýðir að lyfið er ekki markaðssett til meðferðar á þeim sjúkdómi sem það er ávísað á, en talið er að meðferðarvirknin sé þess eðlis að kostir af notkun þess vegi upp mögulega áhættu. 

 

 

BB/október 2017