Fréttir af lyfjum

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl ágú Sep Okt Nóv Des
12.11.2017
Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf sem ætluð eru fólki (CHMP) hefur gefið MS-lyfinu Ocrevus jákvæða umsögn um notkun lyfsins fyrir einstaklinga sem eru með virkan MS-sjúkdóm í köstum (RRMS) og fyrir einstaklinga sem upplifa stöðuga versnun einkenna án MS-kasta (PPMS).
10.09.2017
MS-lyfið Mavenclad hefur nú fengið markaðsleyfi í Evrópu og því vonandi aðgengilegt á Íslandi fljótlega á nýju ári. Mavenclad hefur mikla langtímaverkun.
20.08.2017
Í sjónvarpi RÚV 15. ágúst sl. var á dagská heimildarþáttur BBC um CRISPR, vísindalega uppgötvun sem gæti breytt lífi allra og alls hér á jörðinni. Um er að ræða framför í erfðabreytingatækni.
04.07.2017
Fái Mavenclad markaðsleyfi og verði tekið í notkun hér á landi, er um að ræða nýja lyfjategund í flóru MS-lyfja á Íslandi. Lyfið hefur mikla langtímaverkun.
27.06.2017
Til að svara þessu mun stórri fasa-3 rannsókn verða hleypt af stokkunum nú í sumar. Endanlegar niðurstöður munu liggja fyrir árið 2023. Rannsóknin er gerð í framhaldi af góðri niðurstöðu fasa-2 rannsóknar sem kynnt var fyrir þremur árum í vísindaritinu Lancet.
12.06.2017
Er hægt að lækna MS-sjúkdóminn? Um þetta er spurt í Panorama þætti BBC sem frumsýndur var á BBC 18. janúar 2016 og sem sýndur verður í sjónvarpi RÚV þriðjudaginn 13. júní kl. 19:35.
22.05.2017
Samkvæmt niðurstöðum samanburðarannsóknar á MS-lyfinu Copaxone er ekkert sem bendir til þess að lyfið hafi skaðleg áhrif á fóstur.
30.03.2017
Ocrevus, sem er fyrsta lyfið sem gagnast við stöðugri versnun MS (e. primary progressive) og því algjör bylting, en gagnast einnig við MS í köstum (e. relapsing remitting), hefur nú hlotið markaðsleyfi í Bandaríkjunum.
30.01.2017
Matvæla-og lyfjaeftirlit Bandaríkjana (FDA) hefur tilkynnt um frestun á ákvörðun stofnunarinnar um markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir lyfið Ocrevus (ocrelizumab) til 28. mars. Ocrevus er fyrsta lyfið sem sýnt hefur jákvæðar niðurst...
07.10.2016
Nýtt sprautulyf, Plegridy, hefur bæst við flóru MS-lyfja sem gefin eru á Íslandi og er ætlað þeim sem hafa MS-sjúkdóminn í köstum. Það hefur svipaða virkni og interferonlyfin sem fyrir eru og sem fækka köstum um 30%. Kosturinn um...