Copaxone

Tegund meðferðar

Copaxone er gefið sem fyrsta meðferð fyrir MS í köstum.

Hve oft gefið

Copaxone þarf að sprauta daglega undir húð.

Geymsla lyfs

Geymið áfylltu sprauturnar í ytri umbúðunum til varnar gegn ljósi. Geymið í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa. Ef ekki er hægt að geyma áfylltu sprauturnar í kæli má geyma þær við stofuhita (15°C til 25°C) í eitt skipti í allt að einn mánuð. Ef Copaxone 20 mg/ml í áfylltum sprautum hafa ekki verið notaðar eftir þennan tíma og sprauturnar eru enn í upprunalegum umbúðum verður að setja þær aftur í kæli (2°C til 8°C).

Virkni

Virkni lyfsins er samsvarandi virkni interferon-lyfja, þ.e. köstum fækkar um 30-32%.

Verkun

Ekki er að fullu ljóst með hvaða hætti virka efni Copaxone, glatíramerasetat, verkar á MS-sjúklinga. Hins vegar er talið að það verki með því að draga úr ónæmisferlum sem nú er álitið að séu valdir að meingerð MS.

Aukaverkanir

Algengar aukaverkanir eru viðbrögð í húð, erting eða ofurviðkvæmni á stungustað. Um er að ræða m.a. hörundsroða, verk, þykkildi, kláða, bjúgurbólgu og ofnæmisviðbrögð á stungustað. Þessi viðbrögð á stungustað eru ekki óalgeng og venjulega dregur úr þeim smám saman.

Frábending

Frábendingar, þ.e. þeir sem ekki má ávísa lyfið á, eru konur á meðgöngu. 

Eftirlit

Biðtími ef skipta þarf um lyf

Það þurfa að líða allt að 3 mánuðir sé um Tysabri eða Gileyna að ræða. 

Fyrst notað á Íslandi

Lyfið fékk markaðsleyfi í Evrópu í janúar 2004.

Öryggiskort

Læknir eða hjúkrunarfræðingur mun afhenda sjúklingi öryggiskort um Copaxone sem nauðsynlegt er að kynna sér vel, hafa ávallt á sér og framvísa við allar læknisheimsóknir. 

 Copaxone

Nánari upplýsingar um lyfið

Samantekt á eiginleikum Copaxone (EMA/Lyfjastofnun), uppfært 19.01.2016, sjá hér Fylgiseðill, uppfært 05.03.2016, sjá hér

Annað

Mörgum reynist Copaxone vel og eru á lyfinu þrátt fyrir að á markað séu komin nýrri og kröftugri lyf. Að jafnaði er miðað við að MS-sjúklingar noti Copaxone í a.m.k. 2 ár áður en kröftugri lyf eru reynd, að uppfylltum klínískum leiðbeiningum þeirra lyfja og mati taugalæknis.  

 

BB/október 2016