Viðgerðarþjónusta hjálpartækja

 

VIÐGERÐARÞJÓNUSTA VEGNA

GÖNGUGRINDA OG HANDKNÚINNA HJÓLASTÓLA

 

Sjúkratryggingar Íslands hafa gert samninga við Hjólið ehf. í Kópavogi og Örninn hjól ehf. í Reykjavík um einfaldar viðgerðir á göngugrindum og handknúnum hjólastólum.

Notendur geta sótt viðgerðarþjónustu til þessara hjólreiðaverkstæða vegna einfaldra viðgerða á göngugrindum og handknúnum hjólastólum en geta jafnframt valið verkstæði hjálpartækjamiðstöðvar SÍ kjósi þeir það frekar. 

 

Dæmi um einfaldari viðgerðir á göngugrindum:
Skipta um hjól, legur, handföng og grip, festa grip á handföng, skipta um barka, laga læsingu og gera við bremsur.

 

Dæmi um einfaldari viðgerðir á hjólastólum:
Skipta um legur að framan, gúmmí á keyrsluhandfangi, legur í göflum, arma og hjól á veltivörn, gera við sprungið dekk, skipta um dekk og legur aftan, laga fótafjalir, barka í bremsum, barka í bakhalla, herða upp stólinn, laga bremsur og hliðarspjöld, skipta um eða laga veltivörn, laga bakhalla, herða upp gjarðir, skipta um gjarðir og pumpu, gera við bremsur aðstoðarmanns.

 

Hjólið ehf.                                    

Smiðjuvegi 9, gul gata                      

Kópavogi                                         

Sími: 561-0304                                  

 

Örninn hjól ehf.
Faxafen 8
Reykjavík

Sími: 588-9890

 

Hjálpartækjamiðstöð

Vínlandsleið 16

Reykjavík

Sími: 515-0100

Afgreiðslutími frá 10:00 - 15:00 virka daga

 

 

 Sjá frétt á vefsíðu Sjúkratrygginga Íslands, sjukra.is, sjá hér