Þunglyndi og kvíði

 
 
  • Hugræn atferlismeðferð – HAM - Reykjalundur er mjög framarlega þegar kemur að hugrænni atferlismeðferð sem talið er að gagnist vel við þunglyndi og kvíða. Á vefsíðu þeirra hér má nálgast ókeypis handbók og vinnubók í HAM en einnig er hægt að sækja hjá þeim námskeið eða fá upplýsingar um námskeið. Upplýsingar í síma Reykjalundar 585 2000. 

 

Sjá nánar hér. (tilvísun á Einkennatengdar meðferðir - HAM) 

 

  • Þunglyndislyf geta virkað vel á þunglyndi hver svo sem orsökin er.  

  • Sálfræðimeðferð getur verið gagnleg þegar meðhöndla þarf hugsanir og tilfinningar sem orsaka þunglyndi. 

  • Sálfræðimeðferð samhliða lyfjameðferð hefur sýnt bestan árangur í meðferð þunglyndis.  

  • Þunglyndi þarf alltaf að taka alvarlega. Fjölskyldan þarf að vera á varðbergi og leita ráða eða aðstoðar.