Ofvirk þvagblaðra og þvagfærasýking

 Ofvirk þvagblaðra

  Ekki sleppa því að drekka - eykur m.a. hættu á þvagfærasýkingu 

 • Tæma alltaf þvagblöðruna. Til að tæma betur er gott ráð að prófa að halla sér fram og eða til hliðar á meðan setið er á salerninu. Karlmenn gætu þurft að setjast á salernið í stað þess að standa. 

 • Ákveðnar tegundir matar og drykkja erta þvagblöðruna; drykkir sem innihalda koffín, áfengi, drykkir sem innihalda mikið af litarefnum, drykkir úr sítrusávöxtum og mikið kryddaður matur 

 • Halda „dagbók“ eða skrá yfir hvað maður drekkur og borðar til að sjá hvort þetta eða hitt hafi áhrif á blöðruna 

 • Gera grindarbotnsæfingar reglulega, sjá bækling Vistor hér

 • Þvagbindi og –buxur til í öllum stærðum og gerðum fyrir bæði konur og karla, sjá hér

 • Lyf: T.d. Tolterodin 

 • Bótox í þvagblöðru 

 • Þvagfærasérfræðingar

 

Þvagfærasýking

 • Drekka vel, helst um tvo lítra af vökva á dag (vatnið er best og jafnvel trönuberjasafi) og að taka trönuberjatöflur daglega  

 • Gæta þess að tæma þvagblöðruna vel og reglulega  

 • Viðhalda góðu hreinlæti, hafa þvaglát eftir kynlíf, forðast krem og sprey á kynfærasvæðið, fara í sturtu frekar en í bað, forðast freyði- og olíubað og vera í nærbuxum (helst úr bómull) sem þrengja ekki að þvag- og kynfærum. 

 • Í apóteki er hægt að kaupa sérstaka strimla til að setja í þvag og kanna hvort um sýkingu er að ræða eða ekki. Ef grunur er um sýkingu skal hafa samband við heimilislækni/hjúkrunarfræðing á heilsugæslu  

 • Ræktun tekur þrjá virka daga. Því getur læknir ákveðið að setja einstakling samdægurs á sýklameðferð séu einkenni mjög skýr eða einstaklingur fengið þvagfærasýkingar áður. Við endurteknar sýkingar og þegar einstaklingur hefur lært að meta einkenni sín er stundum gefinn út fjölnota lyfseðill eða einstaklingur látinn taka smáskammta sýklalyf daglega sem fyrirbyggjandi meðferð.