Tvísýni og augntin

Tvísýni orsakast yfirleitt af truflun í heilastofni sem er neðst í heila og tengir hann við mænu. Þar eru taugar sem fara til augnvöðva. Trufluð taugaboð í þessum taugaboðum geta orsakað tvísýni.

Tvísýni getur verið til annarrar eða beggja hliða eða verið upp á við (þegar horft er upp) og henni getur fylgt sérstakt tif eða sláttur í sjónsviðinu vegna samtímis truflana í fylgihreyfingum augnanna. Rykkjast þá augun ósjálfrátt taktfast til þeirrar hliðar sem horft er til og nefnist slík truflun augntin (e. nystagmus). Við það upplifir fólk að myndin sem það sér hoppi upp og niður eða til hliðar. Augntini fylgir oft svimatilfinning. Leita skal strax til augnlæknis og alls ekki aka bifreið á meðan þetta ástand varir.

 

Góð ráð við sjóntaugabólgu, tvísýni og augntin

  • Hafa strax samband við lækni – heilsugæslu, augnlækni, taugalækni
  • Sterameðferð
  • Demprað ljós
  • Sólgleraugu
  • Alls ekki aka bifreið á meðan þetta ástand varir

 

 

ATH! Ítarefni væntanlegt.