Svefnröskun

Svefntruflanir eru ekki dæmigerð MS-einkenni en eru samt algengar og oft ógreint vandamál. Nauðsynlegt er að greina og meðhöndla slíkar truflanir þar sem það getur bætt lífsgæði verulega. Svefntruflanir, þar á meðal svefnleysi, kæfisvefn og fótaóeirð, tengjast þreytu sem er algengt MS-einkenni. Verkir geta einnig valdið svefnröskunum.

Þreyta vegna svefnleysis getur haft veruleg áhrif á getu einstaklingsins í daglegu lífi.

Hægt er að ráða bót á svefnleysi með einföldum aðgerðum og æfingum. Dugi það ekki til er rétt að bera vandann undir lækni. Svefnlyf geta verið nauðsynleg.