Spasmi og vöðvaspenna

Spasmar felast í auknum ósjálfráðum vöðvasamdrætti (auknum vöðvatónus) sem getur orsakast af þreytu, álagi, sýkingum, verkjum og öðrum þáttum, eins og líkamsstellingu, og valda stundum sársauka.

Klónus eru hraðir, taktfastir vöðvakippir sem koma oftast fram í fótum um ökkla.

Spasmar og vöðvaspenna geta staðið yfir í stuttan eða lengri tíma.

Aukinn vöðvasamdráttur veldur vöðvastífleika sem veldur erfiðleikum við hreyfingu handa og fóta og dregur úr þreki og jafnvægi. Erfitt getur reynst að beygja útlim um liðamót og jafnvel getur vöðvi fests í ákveðinni stöðu.

Vöðvaspenna getur meðal annars valdið vandræðum við gang og með tal, með kyngingu og með stjórn þvagblöðru. Sumir nýta sér hins vegar stífleikann til að hjálpa sér við gang eða til að fara á milli stóls og rúms.

Hægt er að meðhöndla spasma og vöðvaspennu með sjúkraþjálfun og krampahamlandi lyfjum. Hvers kyns hreyfing, sjúkraþjálfun og teygjur eru grundvallaratriði í meðferð ásamt réttri líkamstöðu í hvíld. Einnig er mikilvægt að einstaklingurinn sjálfur reyni að átta sig á hvað getur valdið og bregðist við. Það væri til dæmis með því að forðast þreytu, sofa vel eða athuga hvort líkamlegt eða andlegt álag sé of mikið. Einnig að athuga hvort um sýkingu sé að ræða, hvort sjúkraþjálfun sé ábótavant eða hvort bæta megi teygjuæfingar eða eigin æfingar. Gönguhjálpartæki geta komið mörgum að gagni.

Fróðleiksmoli:

 • Þjáist þú af verkjum og vöðvaspennu, sjá hér

 

Góð ráð við spasma og vöðvaspennu

 • Hvers kyns hreyfing, sjúkraþjálfun og teygjur eru grundvallaratriði í meðferð ásamt réttri líkamstöðu í hvíld.  
 • Mikilvægt að átta sig á hvað getur valdið vöðvaspennu og spasma: 

 • Forðast þreytu og passa upp á að fá endurnærandi svefn 

 • Athuga hvort líkamlegt eða andlegt álag sé of mikið  

 • Athuga hvort um sýkingu sé að ræða 

 • Er sjúkraþjálfun ábótavant ? 

 • Gera / bæta við teygjuæfingar eða eigin æfingar 

 • Gönguhjálpartæki geta komið mörgum að gagni 

 • Magnesium og bananar 

 • Krampahamlandi lyf, t.d. Bacloferon, Rivotril og Sifrol  

 

 

ATH! Ítarefni væntanlegt.